Kaupa Austurlamb

Mikill áhugi fyrir Austurlambi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Slátrun fyrir kaupendur Austurlambs mun hefjast hjá Norðlenska á föstudaginn kemur, 12. september og stendur framundir mánaðamót.

Verulegt magn hefur nú verið pantað í Austurlambi í haust, og er dæmi um að bændur hafi stöðvað pantanir í hryggi, sem eru langvinsælasta varan. Forsölu lýkur þann 12. september næstkomandi og þá munu bændur taka ákvarðanir um það magn lambakjöts, sem frátekið verður og sérverkað til sölu í gegnum Austurlamb.

Þegar slátrun lýkur, eða í upphafi októbermánaðar hefst vinnsla og pökkun og má búast við því að fyrstu sendingar úr forsölu fari áleiðis til kaupenda í viku 41 (6-10. október). Er rétt að beina þakklæti til allra fyrir biðlund, að sjálfsögðu teljum við að biðin hafi alltaf borgað sig.

 

Upprunaval

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa
Til að auðvelda val upprunans höfum við hjá Austurlambi nú sett upp hér til vinstri á síðunni valkosti þar sem fólk getur með auðveldum hætti fundið sér lambakjöt af réttum uppruna, æskilegu beitilandi eða heppilegu umhverfi að mati kaupandands. Hefur þetta vakið nokkra athygli og eru gestir síðunnar hvattir til að prófa leiðirnar, sem að endingu leiða til bóndans sem býður kjötið sem leitað er eftir.
 

Þróun viðskipta

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Gerð hefur verið athugun á því hvernig viðskiptin við Austurlamb skiptast milli landshluta.

Við upphaf verkefnisins virtist skiptingin vera nokkurn veginn:
Austurland: 25%
Höfuðborgarsvæðið: 50%
Aðrir landshlutar: 25%.

Gróf athugun á viðskiptum haustið 2007 leiddi til svofelldrar niðurstöðu:
Austurland: 25,8%
Hofuðborgarsvæðið: 57,5%
Aðrir landshlutar: 16,7%.

Hér virðast vegalengdirnar skipta nokkru máli, en aukakostnaður fylgir því að senda vörur utan af landi gegnum Reykjavík og áfram þaðan til annarra landshluta.
Allmargar pantanir hafa nú borist fyrir komandi sláturtíð. Einkum vekur athygli stærð þeirra, en svo virðist sem fólk vilji birgja sig vel upp fyrir veturinn eða þá að fleiri eru að taka sig saman um pananir. Þá splar hagkvæmnin auðvitað inn í, þar sem flutningskostnaður lækkar pr. kg eftir því sem sendingin er stærri.

 

 

 
Fleiri greinar...
Síða 21 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti