Kaupa Austurlamb

Einstök gæði - takmarkað magn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Austurlamb hefur frá upphafi lagt áherslu á gæði vörunnar og þess vegna notið viðskipta. Í ár höfum við lagt minna upp úr auglýsingum en áður, en pantanir virðast þó skila sér sem fyrr. Að lokinni þessari viku, eða þann 15. September, munu Austurlambsbændur taka saman þær pantanir, sem borist hafa, velja síðan og verka Austurlamb sérstaklega fyrir sína viðskiptavini. Í vetur mun því Austurlamb ekki verða á markaðnum. Það gildir því forsjálni ef fólk vill hafa þessa einstöku gæðavöru á borðum til hátíðabrigða á komandi vetri.

 

Með upprunann á hreinu.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Í dag óskar neytandinn eftir glöggum upplýsingum um framleiðsluaðferðir og uppruna vörunnar.

Austurlamb hefur svarað þessu kalli í 10 ár og auk þess gefið vandlátum neytendum kost á að gera sín innkaup hjá framleiðandanum án milliliða.

 

Leiðbeiningar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Eins og alþjóð veit hefur veðrið leikið við Austfirðinga í sumar og búast menn við vænum lömbum að hausti.

Nokkuð er spurt eftir ákveðnum stærðarflokkum og fyrir þá sem vilja væna skrokka er heppilegast að velja Brekkubæ, Klaustursel eða Útstekk. Unaós er líka með allvæn lömb, Kross í meðallagi, en Blöndubakki kemur helst til greina fyrir fámennar fjölskyldur, sem getur komið sér vel því stóru lærin krefjast margmennis við matarborðið.

Allir þessir bændur hafa náð langt við gæðastýringu og vöðvafylling og fitulag mjög við hæfi neytandans.

Bendum sérstaklega á framleiðsluaðferðir einstakra bænda, sem mikilvægt er að hafa í huga við innkaup.

Austurlamb óskar kaupendum sínum til hamingju með frábæra vöru.

 

 
Fleiri greinar...
Síða 3 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti