Kaupa Austurlamb

Óvissa hjá Austurlambi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

 

Ágætu Austurlambsvinir og aðrir lesendur!

Nú eru blessuð lömbin komin á græn grös og bændur bíða uppskerunnar að hausti en þá munu þeir bjóða úrvalsvöru á neytendamarkað sem endranær.

Austurlamb hefur frá upphafi verið í fararbroddi hvað trygg gæði snertir og vandaða upprunamerkingu, og hefur sérstaða okkar vöru byggst á þrennu:

  1. Sérvaldir gæðaflokkar fitu- og vöðvahlutfalls.
  2. Aðeins seldir þeir hlutar skrokksins, sem teljast best neysluvara.
  3. Þriggja sólarhringa verkun í kæli fyrir frystingu.

Í fjórða lagi má nefna trausta upprunatengingu og upplýsingar um framleiðsluaðferðir seljanda.

Þegar þetta er ritað, á þjóðhátíðardag 2014, hvílir nokkur óvissa yfir framtíð Austurlambs og veldur þar einkum tvennt.

  1. Vottuð kjötvinnsla á Austurlandi er ekki lengur fyrir hendi.
  2. Aðstæður umsjónarmanns hafa breyst þannig að hann hefur ekki tök á að sinna verkefninu.

Því eru horfur á að þetta sé síðasta opinber tilkynning á heimasíðu okkar. Hún hefur nú lifað í tæp 12 ár, verið í brautryðjendahlutverki á sínu sviði og vakið mikla eftirtekt neytenda, jafnvel út fyrir landssteinana. Allan tímann hafa heimsóknir á www.austurlamb.is verið furðu margar miðað við að verkefnið er árstíðabundið og takmarkað við eina vörutegund. Margt er þó óunnið á þessum vettvangi og ef einhver þarna úti er fús til að taka við keflinu, væri það okkur stofnaðilum Austurlambs hrein ánægja.

Með góðri kveðju og þökk fyrir trausta samfylgd.

 

Áramótakveðja

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Austurlambsbændur senda viðskiptavinum sínum bestu þakkir fyrir viðskipti liðinna ára um leið og þeir óska þeim og landsmönnum öllum farsældar og friðar á nýju ári.

 

Ánægjulegt haust

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nú er vetur í garð genginn.

Viðskiptum Austurlambs er lokið í ár, en tæp vika er nú síðan bændur luku afgreiðslu á sendingum

haustsins og eru viðskiptavinir væntanlega að taka við sendingunum þegar þetta er ritað.

Ástæða er til að þakka bændum, viðskiptavinum og öðrum þeim sem aðstoð veittu fyrir gott

samstarf.

Þá þakkar Austurlamb kaupendum sínum fyrir viðskipti ársins, sem voru talsvert meiri en á

síðasta ári.

Væntum endurfunda á ári komanda.

 
Síða 2 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti