Kaupa Austurlamb

Öruggari þjónusta

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Við viljum vekja athygli á því að aðstæður Austurlambsbænda hafa nú breyst verulega til hins betra, þar sem móðurfélagið, Sláturfélag Austurlands, rekur nú kjötvinnslu á Egilsstöðum, sem annast mun vinnslu og pökkun vörunnar.

Þar með er leystur einn stærsti vandi okkar, sem hefur verið skortur á slíkri þjónustu á Austurlandi. 

Gamlir viðskiptavinir Austurlambs munu örugglega verða varir við breytingu til hins betra í þessu efni í haust og afgreiðslufrestur mun væntanlega verða mun skemmri en undanfarin ár.

 

Afmæli hjá Austurlambi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Þann 4. september 2003 var heimasíðan www.austurlamb.is opnuð formlega af þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssyni. Austurlamb er því orðið 8 ára, (eiginlega hálfgerð rolla). Það hefur staðið af sér ýmsa erfiðleika en lifir nú góðu lífi þrátt fyrir daufa trú sumra í upphafi. Austurlambsbændur hafa eignast marga trygga viðskiptavini, sem fer fjölgandi með hverju ári. Óhætt er að fullyrða að framtak okkar Austfirðinga hafi orðið nokkur hvatning fyrir þá bændur sem vilja selja vöru sína beint til neytenda undir kjörorðinu "Beint frá býli". ´

Við erum enn í fararbroddi og ætlum að vera það áfram.

 

Lækkun flutningsgjalds

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Samkvæmt nýrri flutningstöflu Landflutninga, sem birtist undir "verð og vörulýsing" hefur flutningskostnaður á Austurlambi til Reykjavíkur lækkað um ca 10% frá fyrra ári.

Ánægjulegt fyrir þá sem panta úr fjarlægð.

 
Fleiri greinar...
Síða 10 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti