Kaupa Austurlamb

Forsölupantanir afgreiddar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Um síðustu helgi var lokið við að afgreiða forsölupantanir frá Klausturseli og þar með hafa allir Austurlambsbændur afgreitt sína viðskiptavini. Nokkrar pantanir hafa þó borist á síðustu dögum og verða þær afgreiddar eins fljótt og við verður komið.

Fyrirliggjandi eru birgðir af Austurlambi á eftirtöldum bæjum:

Blöndubakka, Brekkubæ, Krossi, Klausturseli, Unaósi og Útstekk. Smávegis af lærum má finna í Dölum en bóndinn á Gilsá hefur lokið sölu í ár. Haustönnum bænda fer senn að ljúka og ættu viðskipti að ganga greitt fyrir sig næstu vikurnar.

 

Afhendingar í gangi, kjöt fyrirliggjandi.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nokkuð hafa afhendingar til forsölukaupenda dregist umfram það sem áætlað er. Bændur á Gilsá, Brekkubæ og Blöndubakka hafa þó staðið skil á sínu. Þessa dagana er verið að senda frá Dölum, Útstekk og Krossi, en Klaustursel og Unaós reka lestina, væntanlega í næstu viku.

Fyrirliggjandi er kjöt frá flestum bæjum, svo að nú er upplagt að panta án þess að þurfa að bíða lengi eftir góðgætinu.

 

Upprunaval í fullu gildi.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Vegna fjölda fyrirspurna skal tekið fram að fólk getur hjá Austurlambi valið lambakjöt eftir framleiðsluaðferðum, sem kynntar eru hér til vinstri á síðunni.

Vaxandi spurn er nú eftir vitneskju um framleiðsluhætti einstakra bænda og er auðvelt að kynna sér þá hjá þeim sem selja Austurlamb. Þar finnur fólk sér réttu meðferðina á sauðfénu og velur sér kjötviðskipti eftir eigin smekk. 

 
Fleiri greinar...
Síða 9 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti