Hér með flytjast þær gleðifréttir óþolinmóðum Austurlambsvinum að forsala haustsins í Austurlambi er hafin. Að vísu er ennþá verið að vinna í útliti síðunnar, en pöntunarseðlar eru tilbúnir ásamt verðupplýsingum.
Haustið 2012 er 10. haustið sem Austurlamb starfar og höfum við verið leiðandi í þróun viðskiptaleiðar milli neytandans og bóndans frá upphafi, einkum þegar litið er til tryggra vörugæða.
Í haust breytum við útlitinu á pöntunarseðlunum, hættum að tala um Austurlamb 1, 2, 3 og 4, en veljum þess í stað x stk. Austurlamb, sem er hálfur lambsskrokkur, og hökum einfaldlega við hvort við viljum hafa hrygginn og lærin heil eða í sneiðum.
Við leggjum enn á ný áherslu á gæði vörunnar og höfum í engu breytt stefnu okkar: Bestu bitarnir af bestu gripunum, sem hafa fengið bestu mögulega meðferð í sláturhúsi, vinnslu og pökkun.