Kaupa Austurlamb

Forskot í gæðum.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Staðreyndir:

  • Austurlamb gefur fólki tækifæri til að kaupa lambakjöt merkt upprunabæ.
  • Austurlamb veitir upplýsingar um beitilönd, fóðrun og aðra búskaparhætti framleiðanda.
  • Austurlamb býður aðeins kjöt úr best vöðvafylltu gripunum, þannig að nýting er alltaf góð.
  • Austurlamb selur aðeins þá hluta skrokksins, sem þykja eftirsóknarverður matur.
  • Austurlamb verkar kjötið í kæli í þrjá sólarhringa áður en það er hraðfryst.
  • Austurlamb er alltaf vacuumpakkað.

Austurlamb er (að við best vitum) eina fyrirtækið sem býður alla þessa þessa kosti í einum pakka og tryggir gæðin gagnvart neytendum.

Til viðbótar þessu má geta þess að gæðakokkum þykir Austurlamb skara fram úr öðru kjöti og að við erum að selja þessa úrvalsvöru á sama verði og árið 2011.

Praktiskt atriði:
Þegar þetta er ritað er slátrun í Austurlamb um það bil að hefjast. Búast má við afhendingum frá fyrstu bæjum í byrjun október og mun hún standa fram miðjan þann mánuð.

 

Forsala hafin

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Hér með flytjast þær gleðifréttir óþolinmóðum Austurlambsvinum að forsala haustsins í Austurlambi er hafin. Að vísu er ennþá verið að vinna í útliti síðunnar, en pöntunarseðlar eru tilbúnir ásamt verðupplýsingum.

Haustið 2012 er 10. haustið sem Austurlamb starfar og höfum við verið leiðandi í þróun viðskiptaleiðar milli neytandans og bóndans frá upphafi, einkum þegar litið er til tryggra vörugæða.

Í haust breytum við útlitinu á pöntunarseðlunum, hættum að tala um Austurlamb 1, 2, 3 og 4, en veljum þess í stað x stk. Austurlamb, sem er hálfur lambsskrokkur, og hökum einfaldlega við hvort við viljum hafa hrygginn og lærin heil eða í sneiðum.

Við leggjum enn á ný áherslu á gæði vörunnar og höfum í engu breytt stefnu okkar: Bestu bitarnir af bestu gripunum, sem hafa fengið bestu mögulega meðferð í sláturhúsi, vinnslu og pökkun.

 

Hugað að haustinu

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nú nálgast haustið og senn líður að því að árgangur 2012 af Austurlambi fari í framleiðslu. Við erum að hefja 10. haustið í starfsemi okkur og viðtökur hafa farið batnandi ár frá ári, enda gæði vörunnar í sérflokki.

Þetta er helst til tíðinda.

  • Upplýsingar um væntanleg verð hafa nú verið sett inn undir flipanum "vörulýsing og verð". Við höldum verðinu stöðugu þetta árið, en veitum minni afslátt í forsölu.
  • Nú höfum við náð ljósmyndum af bændum og bætt þeim inn á bæjasíðurnar til að auka persónulega nálægð þeirra við viðskiptavini.
  • Ákveðið hefur verið að hækka lægri mörk skrokka sem fara í Austurlamb úr 14 kg í 15 kg. Með því er verið að koma til móts við viðskiptavini okkar sem almennt óska eftir kjöti úr vænum skrokkum, enda betri nýting í því.
  • Enn hefur ekki verið ákveðið upphaf forsölu, en það verður væntanlega tilkynnt um mánaðamótin.
 
Fleiri greinar...
Síða 6 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti