Kaupa Austurlamb

Andlátsfregn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Jóhanna Borgfjörð í Brekkubæ, Borgarfirði eystra er látin.

Brekkubæjarhjónin, Ásgeir og Jóhanna hafa verið þátttakendur í Austurlambi óslitið frá upphafi og alltaf sýnt verkefninu mikinn áhuga.

Samstarfsfólk þeirra hjá Austurlambi og víðar hafa því mikils að sakna.

Austurlamb vottar Ásgeiri og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð.

Austurlamb_Brekkubaer

 

Kynning í Reykjavík

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Miðvikudaginn 7. nóvember var haldin kynning á vörum Austurlambs og Snæfells hjá Fiskbúðinni Höfðabakka í Reykjavík, sem hefur þær til sölu.

Kynningin tókst vel og meðal annarra var Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra mættur á svæðið.

Hér er umfjöllun, sem birtist á  http://www.freisting.is/v.asp?page=591&Article_ID=6480 og lýsir þeirri þróun sem á sér stað hjá okkur.

 

Sölustaður í Reykjavík

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Í þessum mánuði verður tekin upp sú nýbreytni að hafa Austurlamb til sölu á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt verður að fá Austurlamb afgreitt beint af lager í Fiskbúðinni Höfðabakka, sem einnig selur kjöt frá Kjötvinnslunni Snæfelli.

Samstarf Snæfells við Eirík Auðunsson verslunarstjóra í Fiskbúðinni hefur gengið mjög vel og er Austurlamb kærkomin viðbót við vöruval hans.

Fyrir þá sem ekki vita er Fiskbúðin Höfðabakka rétt sunnan við  Gullinbrú og í göngufæri við fjölmarga vinnustaði á Ártúnshöfðanum.

Austurlamb hvetur viðskiptavini sína til að líta við og kynna sér þjónustuna.

 
Fleiri greinar...
Síða 5 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti