Kaupa Austurlamb

Verð og vörulýsing

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Austurlamb er úrvals lambakjöt af austfirskum lömbum sem neytendur geta keypt beint af bændum hér á vefnum. Nokkrir góðbændur víðsvegar á Austurlandi selja kjötið þannig milliliðalaust til neytandans. Þeir bjóða einungis sérvalið og fitulítið kjöt úr vöðvamiklum gæðaflokkum, frá viðurkenndu sláturhúsi, unnið í vottaðri kjötvinnslustöð. Austurlamb er afgreitt í eftirfarandi formi:

Eftirfarandi vöruflokkar eru á boðstólum afurðaárið 2013:

Austurlamb 1
Hálfur lambsskrokkur. Snyrtur, tekinn sundur og vacuumpakkaður á eftirfarandi hátt:
Frampartur: 1. flokks súpukjöt.
Læri: Heilt og snyrt án skanka.
Hryggur: Heill (helmingur tekinn sundur að endilöngu).
LæriHeill hryggurSúpukjötMagn í pakka: 5-8 kg.
Verð pr. kg kr. 1.909-
Meðalpakkaverð: Um það bil 10.000 kr.


Austurlamb 2

Hálfur lambsskrokkur. Snyrtur, tekinn sundur og vacuumpakkaður á eftirfarandi hátt:
Frampartur: 1. flokks súpukjöt.
Læri: Heilt og snyrt án skanka.
Hryggur: Sagaður í kótelettur.
Læri Kótilettur tvöfaldar Súpukjöt Magn í pakka: 5-8 kg.
Verð pr. kg  kr. 1973-
Meðalpakkaverð: Um það bil 10.500 kr.


Austurlamb 3

Hálfur lambsskrokkur. Snyrtur, tekinn sundur og vacuumpakkaður á eftirfarandi hátt:
Frampartur: 1. flokks súpukjöt.
Læri: Sagað í sneiðar.
Hryggur: Heill (helmingur tekinn sundur að endilöngu).
Lærissneiðar Heill hryggur Súpukjöt Magn í pakka: 5-8 kg.
Verð pr. kg 1.973-
Meðalpakkaverð um það bil 10.500 kr.


Austurlamb 4

Hálfur lambsskrokkur. Snyrtur, tekinn sundur og vacuumpakkaður á eftirfarandi hátt:
Frampartur: 1. flokks súpukjöt.
Læri: Sagað í sneiðar.
Hryggur: Sagaður í kótelettur.
Læri Kótilettur Súpukjöt Magn í pakka: 5-8 kg.
Verð pr. kg kr. 2.037-
Meðalpakkaverð um 11.000 kr.


LæriSnyrt læri (í vacuum)
Verð pr. kg kr. 2.428-


HryggurHeill eða hálfur hryggur (í vacuum)
Verð pr. kg kr. 2.882-


SúpukjötSérvalið súpukjöt (í vacuum)
Verð pr. kg kr. 1.428-


LærissneiðarSneitt læri (í vacuum)
Snyrt læri sneitt niður í lærissneiðar, tilbúnar á grillið.
Verð pr. kg kr. 2.581-


KótiletturKótelettur úr heilum hrygg. (í vacuum)
Heill hryggur í sneiðum
Verð pr. kg kr. 3.165-


 

Athugið! Flutningkostnaður til kaupanda er ekki innifalinn í verðinu.

• Tafla yfir flutningskostnað Austurlambs með Landflutningum


Snyrting Austurlambs

Austurlamb er selt án feitustu og beinmestu skrokkhlutanna. Nánar: Háls og fremsti hluti bógar er skorinn frá. Einnig brinkukollur, rófubein, hæklar og slög.

Athugið að spyrja má eftir tilteknum gæðaflokkum, sbr. upplýsingar annars staðar á síðunni og verður leitast við að mæta slíkum óskum án sérstaks endurgjalds.

Nánar um viðskiptin

Hikið ekki við að setja ykkur í beint samband við seljendur, til dæmis í gegnum tölvupóst.
Þeir munu reyna að koma til móts við séróskir eftir því sem tök eru á.

Hver pöntun er afhent í öskjum merktum Austurlambi og viðkomandi framleiðanda. Kjötið verður sent til næstu afgreiðslu Landflutninga eða annarrar næstu flutningamiðstöðvar, þar sem kaupandi þarf að vitja þess.

Greiðslu er unnt að inna af hendi með greiðslukorti eða á annan hátt í samráði við viðkomandi bónda.

 


Verðmyndun Austurlambs Verðmyndun á Austurlambi
Þú færð aðeins bestu bitana af lambinu, þegar þú kaupir Austurlamb

 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti