Skilaboð frá Dölum:
Nú er allt Austurlamb 2011 uppselt.
Þökkum kærlega viðskiptin í ár og óskum viðskiptavinum okkar farsældar á nýju ári.
- Heytegund: Rúlluhey og þurrhey
- Fjárstofn: Öræfi
- Sumarbeit: Kjarrlendi
- Kjarnfóður að vetri: Fiskimjöl - lítið
- Beit fyrir slátrun: Beint af fjalli
- Vetrarmeðferð: Úti ef tíð leyfir
Bændur: Ármann Elísson f. 1963 og Jóna Óskarsdóttir f. 1966.
Sími: 475 1344.
Netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Bústærð: 590 fjár á fóðrum.
Um framleiðslu lambakjötsins
Fjárstofn: Úr Öræfum. Kynbættur með sæðingum og aðkomufé.
Vetrarfóðrun áa: Rúlluhey og þurrhey með ögn af fiskimjöli. Töluverð útbeit á góðviðrisvetrum.
Sumarbeit: Fjöll og dalir.
Beit fyrir slátrun: Sláturlömb yfirleitt tekin beint af fjalli Einnig nokkur túnbeit.
Meðalfallþungi 2009: 15,0 kg.
Gæðaflokkun: Holdfylling góð. Fita í meðallagi.
Landshættir
Jörðin er innst í dalnum inn af Fáskrúðsfirði og á ekki land að sjó. Beitiland er mjög rúmt og gott með fjölbreyttum fjallagróðri. Gömul leið milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar liggur í landi jarðarinnar og ný jarðgöng til Reyðarfjarðar opnast í túnfætinum í Dölum.