Kaupa Austurlamb

Hákonarstaðir

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

HákonarstaðirKaupa Austurlamb frá Hákonarstöðum

  • Heytegund: Rúlluhey
  • Fjárstofn: Heimaræktaður
  • Sumarbeit: Hálendi
  • Kjarnfóður að vetri: Lítið
  • Beit fyrir slátrun: Beint af fjalli
  • Vetrarmeðferð: Á hús

Bóndi: Sigvaldi H Ragnarsson
Annað heimilisfólk: Ragnar I Sigvaldason, Birna S Jóhannsdóttir, Halla Eiríksdóttir, Rósey Kristjánsdóttir
Sími: 4711287 og 8461494
Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Búseta: Sigvaldi hefur starfað að mestu við búskap og skráður fyrir búinu frá 1990.
Bústærð 2006 - 2007: 530 fjár og 11 hestar.

Um framleiðsluna

Fjárstofn: Gamli Jökuldalsstofninn, kynbættur að mestu leyti með sæðingum.
Vetrarfóðrun áa: Rúlluhey. Fremur lítið kjarnfóður.
Sumarbeit: Hálendar heiðar.
Beit fyrir slátrun: Aðallega tekið beint af fjalli til slátrunar.
Meðalfallþungi 2006: 16,9 kg.
Gæðaflokkun: Holdfylling góð ( 8,52 ) og fita í meðallagi ( 6,95)

Landshættir

Hákonarstaðir er landnámsjörð á Efra Jökuldal og ber nafn Hákonar landnámsmanns er “nam Jökuldal allan fyrir vestan Jökulsá og fyrir ofan Teigará” að sögn Landnámsbókar. Hann reisti hof á felli er stendur fyrir ofan bæinn og nefndi það Þórfell til heiðurs goða sínum Þór. Eftir að Jökulsá var brúuð við Hákonarstaði 1908 voru þeir mjög í þjóðbraut um skeið. Var þá farið frá Möðrudal á Fjöllum að Hákonarstöðum og síðan yfir Fljótsdalsheiði til Fljótsdals. Bærinn stendur c.a. 300 m.y.s. við bakka Jökulsár á Dal. Tvíbýli er á jörðinni og er land jarðarinnar 8 - 10. þúsund hektarar. Beitiland er í Jökuldalsheiði, en á 19.öld og fram á 20. öld voru þrjú heiðarbýli byggð í landi jarðarinnar, Sænautasel, Víðihólar, og Veturhús.

Hákonarstaðir

Hákonarstaðir

 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti