Kaupa Austurlamb

Ný kjötvinnsla Sláturfélags Austurlands

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nú er að hefjast sala hjá nýrri kjötvinnslu, sem Sláturfélag Austurlands hefur byggt upp á Egilsstöðum.

Nokkur tími er nú liðinn síðan slík þjónusta var fáanleg á Austurlandi og er þess vænst að Austfirðingar taki henni fagnandi. Vinnslan mun hafa á boðstólum vörur úr lambi, nauti og svíni og hún mun einkum þjóna veitingastöðum og mötuneytum, en einnig hinum almenna neytanda. Þá verður kjötframleiðendum á svæðinu boðið upp á úrbeininga- og sögunarþjónustu og þannig stuðlað að aukinni fjölbreytni í kjötviðskiptum á Austurlandi.

Austurlambsvinir, sem reyndar eru búsettir um allt land munu verða varir við liprari þjónustu og er það trú manna að vinnslan njóti góðs af heimasíðu þessari og þeirri starfsemi, sem rekin hefur verið hjá Austurlambi undanfarin ár.

Vinnslan mun framleiða vörur undir vörumerkinu "SNÆFELL" auk þess að hún mun þjóna Austurlambsmerkinu.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti