Kaupa Austurlamb

Skoðanakönnun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Þátttaka í skoðanakönnun Austurlambs er orðin þokkaleg. Má strax sjá ákveðnar vísbendingar um vilja heimasíðugesta, sem eru um 60% af höfuðborgarsvæðinu, 20% af Austurlandi og 20% úr öðrum landshlutum.

Vöruþróun:

Langmestur áhugi er fyrir snyrtum skrokkum, teknum í sundur að óskum kaupenda. Þá er nokkur áhugi fyrir hangikjöti og nautakjöti.

Þjónusta:

Heimasíðu þarf að laga og gera meira lifandi. Lögð er áhersla á upplýsingar um framleiðslu og uppruna. Til bóta væri að bjóða heimsendingaþjónustu og mælt er með sölu í sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæði.

Annað:

Fólk er sammála um ágæti þess að frysta kjötið ekki fyrr en þrem sólarhringum eftir aflífun og að halda þekkingu á upprunanum vel til haga.

Aldursdreifing svarenda er nokkuð jöfn, þó er hópurinn 51-60 ára stærstur.

Austurlamb hvetur heimasíðugesti að taka þátt í könnuninni. Hún verður uppi næstu vikur og verður tekið mið af niðurstöðum hennar við endurskipulagningu starfseminnar, eftir því sem kostur er.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti