Kaupa Austurlamb

Undirbúningur haustsins er hafinn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Austurlambsbændur hafa nú þegar hafið undirbúning haustvertíðar.

Nú er stefnt að því að bæta þjónustu og auka vöruval, sem gæti aukið verðbil og mætt ýmsum þörfum, sem fram hafa komið hjá viðskiptavinum.

Mega fastir viðskiptavinir búast við spurningalista í tölvupósti á næstunni, sem vonast er til fái góða svörun, einkum viljum við vita hvað helst hefur farið úrskeiðis og hvað kann að hafa skort á til þess að auka ánægju með viðskiptin.

Skýrt skal tekið fram að gæði vörunnar verða þau sömu. Lambakjötið frá Austurlambi verður áfram sérverkað og valið úr bestu gæðaflokkum. Sérþörfum viljum við þó endilega mæta ef þess er kostur, en þá þurfa bændur að þekkja þær með góðum fyrirvara.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti