Kaupa Austurlamb

Kjarkur og þor sveitanna

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Á Bændahátíð Austurlands, sem haldin var í Valaskjálf þann 31. október sl. hlaut Austurlamb æðstu viðurkenningu samtakanna, "Kjarkur og þor sveitanna", sem veitt hefur verið árlega nú um nokkurra ára skeið.

Stjórn félagsins var afhentur farandgripur, listilega unninn af Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum og er hann nú varðveittur á heimili formanns Austurlambs, Þorsteini Bergssyni á Unaósi.

Venja er að afhenda einum hjónum viðurkenningu þessa, en þetta er í fyrsta skipti sem tiltekin samtök eða verkefni verða fyrir valinu. Ef nefna ætti til sögunnar þá bændur sem í raun er verið að verðlauna í ár eru það þessir:

Lárus Sigurðsson á Gilsá í Breiðdal,
Ármann Elísson í Dölum, Fáskrúðsfirði.
Sjöfn Gunnarsdóttir Útstekk við Reyðarfjörðu:
Ásgeir Arngrímsson Brekkubæ Borgarfirði eystra.
Þorsteinn Bergsson Unaósi, Hjaltastaðarþinghá.
Einar Guttormsson Krossi, Fellum.
Aðalsteinn Jónsson Klausturseli, Jökuldal.

Auðvitað eiga makar allra ofantaldra stóran hlut í viðurkenningunni, auk annarra fjölskyldumeðlima, sem margir hafa aðstoðað við pökkun, dreifingu og fleira, því að mörgu þarf að sinna þegar bóndi þjónar neytanda án milliliða, sér í lagi þegar vanda skal þjónustu og vöru.
Þá má ekki gleyma þeim sem stjórnaði kjötsöginni í ár, Sigurhans Jónssyni í Lundi, sem annaðist það verk af kostgæfni, þaulvanur starfinu frá fyrri tíð. Sigurhans hlaut reyndar aðra viðurkenningu á bændahátíð í ár, fyrir afurðamesta sauðfjárbú innan Búnaðarsambands Austurlands.

Austurlamb óskar öllu þessu fólki til hamingju með viðurkenninguna og vonast til þess að hún hvetji það til dáða á þessum vettvangi. Þar er margt óunnið.
Örugglega þarf ýmsu að breyta í framtíðinni.
Við erum rétt að byrja.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti