Kaupa Austurlamb

Austurlamb og stórmarkaðirnir

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nokkuð hefur borið á athugasemdum um verðlag í Austurlambi og þá gjarna gerður samanburður við verð á heilum skrokkum, sem boðnir eru niðursagaðir í verslunum.

Þar sem hér er verið að bera saman ósambærilega hluti vill Austurlamb birta hér þau atriði helst sem greina á milli heilskrokkasölu í stórmörkuðum annars vegar og hins vegar þá vöru og þjónustu sem Austurlamb er að selja.

Það sem aðgreinir Austurlamb frá sölu stórmarkaða í heilum skrokkum er þetta helst:

 1. Sérþjónusta varðandi upprunaval.
 2. Heilir skrokkar úr verslunum nýtast aðeins að hluta. Við tökum frá um það
  bil 25% af skrokkunum og leggjum til hliðar áður en við seljum það sem fólk
  notar fyrir mat.
 3. Vacuumpökkun.
 4. Aðeins vinsælustu gæðaflokkar (holdmest og fituminnst) valdir í
  Austurlamb.
 5. Og það sem skiptir mestu máli. Kjötið er ekki fryst strax eftir aflífun 
  heldur verkað í kæli í þrjá sólarhringa fyrir frystingu. Býður upp á mýkra
  kjöt og meira bragð.

Austurlamb væntir þess að lesendur geri sér grein fyrir eðlismun á því að eiga viðskipti við Austurlamb og að kaupa í stórmörkuðum. Það hefur reyndar sýnt sig í því að stór og vaxandi hópur kaupenda heldur tryggð sinni við þá bændur sem gefa sér tíma til að velja úr og selja sjálfir það besta sem þeir hafa á boðstólum.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti