Kaupa Austurlamb

Máttur fjölmiðla

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Það fer ekki hjá því að besta auglýsing hverrar vöru er umfjöllun í fjölmiðlum. Þannig virðist Unaósbóndinn, Þorsteinn Bergsson njóta langmestra vinsælda Austurlambskaupenda það sem af er sölutímabili.

Sama gilti reyndar fyrir tveim árum þegar Magni Ásgeirsson frá Brekkubæ gerði garðinn frægan á tónlistarsviðinu. Brekkubæjarlambakjöt seldist þá eins og heitar lummur.

Því miður geta ekki allir bændur orðið frægir, en þá er bara að vonast til að þátttaka þeirra í Austurlambi ein og sér varpi einhverju ljósi á þá, svo að þeir njóti sem mestrar ávöxtunar af starfi sínu með því að bjóða neytendum afurðir sínar án milliliða með aðstoð Austurlambs.

Reyndar kom það umsjónarmanni á óvart hversu margar heimsóknir Austurlambsvefurinn hefur fengið á meðan heimasíðan lá í dvala, eða frá síðustu áramótum til 20. ágúst. Daglegar heimsóknir eru á þessum tíma á milli 10 og 20, þó að ekkert sé að gerast og kjötið þrotið.
Vonandi veit það á vænleg viðskipti í haust og góða fjölgun viðskiptavina.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti