Kaupa Austurlamb

Sendingar að hefjast.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Í dag fór fyrsta sending haustsins áleiðis til kaupenda, en það var bóndinn í Dölum sem vann sitt kjöt í neytendaumbúðir fyrir helgi. Í þessari viku má vænta þess að bændur í Brekkubæ, Útstekk og Unaósi komi sinni söluvöru í gegnum vinnslu, en í næstu viku ( nr. 42 á almanakinu) standa vonir til að allir bændur ljúki afgreiðslu.

Þeir sem vilja ekki þurfa að bíða lengi eftir góðgætinu, ættu að fara að huga að innsendingu pantana, því nú styttist afgreiðslufrestur óðum. Væntanlega verða þó einhverjar birgðir til áfram fyrir þá sem velja þessa viðskiptaleið hinna vandlátu og kjósa vöru, sem nýtist 100% til manneldis eftir að hafa farið í gegnum hendur seljenda, sem hafa vöruvöndum að leiðarljósi.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti