Kaupa Austurlamb

Mikill áhugi fyrir Austurlambi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Slátrun fyrir kaupendur Austurlambs mun hefjast hjá Norðlenska á föstudaginn kemur, 12. september og stendur framundir mánaðamót.

Verulegt magn hefur nú verið pantað í Austurlambi í haust, og er dæmi um að bændur hafi stöðvað pantanir í hryggi, sem eru langvinsælasta varan. Forsölu lýkur þann 12. september næstkomandi og þá munu bændur taka ákvarðanir um það magn lambakjöts, sem frátekið verður og sérverkað til sölu í gegnum Austurlamb.

Þegar slátrun lýkur, eða í upphafi októbermánaðar hefst vinnsla og pökkun og má búast við því að fyrstu sendingar úr forsölu fari áleiðis til kaupenda í viku 41 (6-10. október). Er rétt að beina þakklæti til allra fyrir biðlund, að sjálfsögðu teljum við að biðin hafi alltaf borgað sig.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti