Kaupa Austurlamb

Leiðbeiningar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Eins og alþjóð veit hefur veðrið leikið við Austfirðinga í sumar og búast menn við vænum lömbum að hausti.

Nokkuð er spurt eftir ákveðnum stærðarflokkum og fyrir þá sem vilja væna skrokka er heppilegast að velja Brekkubæ, Klaustursel eða Útstekk. Unaós er líka með allvæn lömb, Kross í meðallagi, en Blöndubakki kemur helst til greina fyrir fámennar fjölskyldur, sem getur komið sér vel því stóru lærin krefjast margmennis við matarborðið.

Allir þessir bændur hafa náð langt við gæðastýringu og vöðvafylling og fitulag mjög við hæfi neytandans.

Bendum sérstaklega á framleiðsluaðferðir einstakra bænda, sem mikilvægt er að hafa í huga við innkaup.

Austurlamb óskar kaupendum sínum til hamingju með frábæra vöru.

 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti