Kaupa Austurlamb

Sölustaður í Reykjavík

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Í þessum mánuði verður tekin upp sú nýbreytni að hafa Austurlamb til sölu á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt verður að fá Austurlamb afgreitt beint af lager í Fiskbúðinni Höfðabakka, sem einnig selur kjöt frá Kjötvinnslunni Snæfelli.

Samstarf Snæfells við Eirík Auðunsson verslunarstjóra í Fiskbúðinni hefur gengið mjög vel og er Austurlamb kærkomin viðbót við vöruval hans.

Fyrir þá sem ekki vita er Fiskbúðin Höfðabakka rétt sunnan við  Gullinbrú og í göngufæri við fjölmarga vinnustaði á Ártúnshöfðanum.

Austurlamb hvetur viðskiptavini sína til að líta við og kynna sér þjónustuna.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti