Kaupa Austurlamb

Hugað að haustinu

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nú nálgast haustið og senn líður að því að árgangur 2012 af Austurlambi fari í framleiðslu. Við erum að hefja 10. haustið í starfsemi okkur og viðtökur hafa farið batnandi ár frá ári, enda gæði vörunnar í sérflokki.

Þetta er helst til tíðinda.

  • Upplýsingar um væntanleg verð hafa nú verið sett inn undir flipanum "vörulýsing og verð". Við höldum verðinu stöðugu þetta árið, en veitum minni afslátt í forsölu.
  • Nú höfum við náð ljósmyndum af bændum og bætt þeim inn á bæjasíðurnar til að auka persónulega nálægð þeirra við viðskiptavini.
  • Ákveðið hefur verið að hækka lægri mörk skrokka sem fara í Austurlamb úr 14 kg í 15 kg. Með því er verið að koma til móts við viðskiptavini okkar sem almennt óska eftir kjöti úr vænum skrokkum, enda betri nýting í því.
  • Enn hefur ekki verið ákveðið upphaf forsölu, en það verður væntanlega tilkynnt um mánaðamótin.
 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti