Kaupa Austurlamb

Uppruninn er mikilvægur

Nú fer að renna upp sá tími að Austurlamb fer að úndirbúa haustvertíðina. Umsjónarmaður hefur hitt allmarga kaupendur Austurlambs og aðra, sem ákveðnir eru í að prófa viðskiptin í haust. Í máli mjög margra kemur fram mikilvægi þess að vita hvernig beit og fóðrun búfjárins er á viðskiptabæ. "Ég vil bara skóggengið kjöt" sagði einn. Aðrir leita eftir strandbeit, þriðji hópurinn eftir heiðalambi o.s.frv. Rétt er að benda gestum síðunnar á "Upprunaval", en þar má finna í samanþjöppuðu formi upplýsingar um þessi grundvallaratriði vandlátra viðskiptavina. Reyndar er það eitt af verkefnum sumarsins að yfirfara þessar upplýsingar, og laga að nútímanum, þar sem þær hafa staðið óbreyttar frá árinu 2005.

 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti