Kaupa Austurlamb

Gæðin og uppruninn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Eftirspurn eftir gæðum íslenskra matvara er sífellt að aukast og mikill metnaður er lagður í vandaða framleiðslu í landinu. Á það ekki síst við lambakjötið, sem er í stöðugri þróun. Þar hefur Austurlamb haft nokkra forystu varðandi sérstakt val gæðaflokka og sérstaka meðferð í kæli fyrir frystingu.

Ekki síður fer eftirspurnin vaxandi eftir upprunaþekkingu. Hjá Austurlambi geta viðskiptavinir ekki aðeins valið bónda til viðskipta, heldur einnig séð meðferð búfjár, lýsing á beitarlöndum, heytegundir svo dæmi séu tekin.

Bændurnir á Blöndubakka, Krossi, Brekkubæ, Klausturseli og Unaósi búa svo vel að eiga enn birgðir frá liðnu hausti. Nú pökkuðum við öllu í vacuum strax eftir sundurtöku til þess að halda hámarksgæðum sem lengst.

Gjörið þið svo vel. 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti