Kaupa Austurlamb

Austurlamb

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Austurlamb er nýjung í kjötviðskiptum á Íslandi og mikilvægt framfaraskref í sölu á íslensku lambakjöti.

Kostir þess að kaupa Austurlamb til matar eru margir:

 • Beint og milliliðalaust samband milli bóndans og þín tryggir að þú getur valið hvaðan þú færð kjöt og keypt það með því að smella fingri.
 • Þú getur valið milli nokkurra fyrirmyndarbýla á Austurlandi sem framleiðenda þeirrar gæðavöru sem þú vilt borða.
 • Við seljum eingöngu kjöt úr viðurkenndu sláturhúsi og sem unnið er í kjötvinnslu, sem hefur öll tilskilin leyfi.
 • Við bjóðum aðeins fitulítið kjöt úr gæðaflokkum fyrir vöðvamikið kjöt.
 • Við gerum ítrustu gæðakröfur til þeirra bænda, sem framleiða undir merki Austurlambs.
 • Þú veitir bændum sem framleiða undir merki Austurlambs beint og milliliðalaust aðhald til þess að tryggja framleiðslu gæðavöru.
 • Við uppfyllum óskir þess vaxandi fjölda fólks, sem er meðvitað um umhverfi sitt og heilsu.

  Austurlamb - ávísun á gæði

  Austfirskar aðstæður og upprunamerkt kjöt er ávísun á gæði þeirrar vöru sem þú færð hjá okkur. Ávinningur af því að kaupa kjöt beint frá bóndanum fyrir milligöngu Austurlambs er margvíslegur. Þessu til stuðnings viljum við benda á að

  • hagstæðar náttúrulegar aðstæður á Austurlandi eru mikilvægur þáttur í þeim vörugæðum sem við leggjum áherslu á að skili sér til þín.
  • austfirskir bændur hafa náð árangri við að draga úr fitu á lömbum en bjóða þó tiltölulega þunga skrokka, sem henta betur en smáir í flesta matreiðslu.
  • rannsóknir hafa sýnt að hlutfall ómettaðra Omega-3 fitusýra í íslensku lambakjöti er einna hæst af Austurlandi. Þessar sýrur þykja heilsusamlegri en önnur fita og eru meðal annars algengar í fisklýsi.
  • fyrrum var sérstök spurn eftir kjöti af Austurlandi meðan greina mátti dilkakjöt í búðum eftir sláturhúsum. Alllangt er nú síðan neytandinn var að mestu sviptur aðgangi að slíkum upplýsingum.
  • þróun í framleiðslu landbúnaðarvara hefur á undanförnum áratugum miðað að því að þjappa framleiðslu saman á takmörkuð og jafnvel ofnýtt svæði. Óhjákvæmilegir fylgifiskar þessa hafa verið sjúkdómahætta og þar af leiðandi aukin notkun lyfja og eiturefna.
  • umhverfisvitund og áhugi fyrir heilsuvernd fer vaxandi í nútímaþjóðfélagi. Því gera neytendur auknar kröfur til þess að fá aða vita hvaðan varan kemur og hvernig hún er framleidd.
   Framleiðendum matvæla á að vera ljúft og skylt að verða við þessum kröfum. Austurlamb er mikilvægt framfaraskref í þessu efni.
  • þú getur verið viss um að fá kjöt í hentugum gæðaflokki. EUROP-kjötmatskerfið er öflugt tæki til flokkunar á kjöti og á að nýtast neytendum jafnt sem framleiðendum og afurðastöðvum. Kerfið er útskýrt nánar hér á vef okkar og er notað við val á skrokkum til sölu hjá Austurlambi.
  • upplýsingar fást um aðstæður hjá hverjum bónda og hægt er að ganga úr skugga um að ekki sé beitt neinum aðferðum, sem neytandinn fellir sig ekki við, svo sem ofnýtingu lands, kálbeit, lyfjagjöf og fleiru.
  • þú getur verið viss um að kjötið fær þá meðhöndlun í afurðastöð em tryggir hámarksgæði þess.

   


  Austurlamb vill:

Koma til móts við þá sem vilja tengjast íslenskri náttúru og menningu í gegnum sín matarinnkaup.

Tryggja að þau vörugæði, sem hagstæðar náttúrulegar aðstæður á Austurlandi skapa, skili sér til neytenda.

Veita bændum sjálfum möguleika á því að selja sitt kjöt og gefa þeim þannig kost á aukinni hlutdeild í eigin verðmætasköpun.

Veita bændum aðhald af hálfu neytandans án milliliða.

Uppfylla óskir þess vaxandi fjölda fólks sem er meðvitað um umhverfi sitt og heilsu.

Austurlamb bendir á:

Að austfirskir bændur hafa náð árangri við að draga úr fitu á lömbum, en bjóða þó tiltölulega þunga skrokka, sem henta betur en smáir í flesta matreiðslu.

Að rannsóknir hafa sýnt að hlutfall ómettaðra Omega-3 fitusýra í lambakjöti er einna hæst af Austurlandi. Þessar sýrur þykja heilsusamlegri en önnur fita og eru m.a. algengar í fisklýsi.

Að fyrrum var sérstök eftirspurn eftir kjöti af Austurlandi meðan greina mátti dilkakjöt í búðum eftir sláturhúsum. Alllangt er nú síðan neytandinn var að mestu sviptur aðgangi að slíkum upplýsingum.

Af hverju upprunamerkt kjöt?

Þróun í framleiðslu landbúnaðarvara hefur á undanförnum áratugum miðað að því þjappa framleiðslu saman á takmörkuð og jafnvel ofnýtt svæði.

Óhjákvæmilegir fylgifiskar þessa hafa verið sjúkdómahætta og þar af leiðandi aukin notkun lyfja og eiturefna.

Umhverfisvitund og áhugi fyrir heilsuvernd fer vaxandi í nútímaþjóðfélagi.

Því gera neytendur auknar kröfur til þess að fá að vita hvaðan varan er upprunnin og hvernig hún er framleidd. Framleiðendum matvæla á að vera ljúft og skylt að verða við þessum kröfum.

Austurlamb er mikilvægt framfaraskref í þessu efni.

Ávinningur af því að kaupa kjöt beint frá bóndanum í gegnum Austurlamb:

Neytandinn getur verið viss um að fá kjöt í hentugum gæðaflokki. EUROP-kjötmatskerfið er öflugt tæki til flokkunar á kjöti og á að nýtast neytendum jafnt sem framleiðendum og afurðastöðvum. Kerfið er útskýrt nánar hér á síðunni og er notað við val á skrokkum til sölu hjá Austurlambi.

Upplýsingar fást um aðstæður hjá hverjum bónda og hægt er að ganga úr skugga um að ekki sé beitt neinum aðferðum, sem neytandinn fellir sig ekki við s.s. ofnýtingu lands, kálbeit, lyfjagjöf ofl.

Neytandinn getur verið viss um að kjötið fær þá meðhöndlun í afurðastöð sem tryggir hámarksgæði þess.

Uppfylli varan ekki kröfu kaupandans er áríðandi að hann hafi samband við viðkomandi bónda.
Mikilvægt er að gallaðri vöru sé skilað. Þannig hjálpast neytandi og framleiðandi að við að bæta gæði vöru og þjónustu.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti