Kaupa Austurlamb

Sérstaða Austurlambs

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nokkur ár eru liðin síðan lambakjötssölusíðan www.austurlamb.is var tekin úr notkun. Síðan er þó ennþá opin og hægt að afla sér fróðleiks um þá möguleika sem hún bauð upp á við innkaup á lambakjöti, það er

a)      upprunavali,

b)      kynningu á framleiðsluaðferðum, svo sem sumarbeit, fóðurnotkun, uppruna fjárstofns ofl.,

c)       val fitu- og vöðvafyllingarflokka,

d)      góðri snyrtingu kjötsins samkvæmt uppskrift og

e)      geymslu (meyrnun) í kæli í a.m.k. þrjá sólarhringa fyrir frystingu.

Eftir því sem umsjónarmaður síðunnar best veit hefur enginn framleiðandi, hvorki afurðastöð né aðrir söluaðilar boðið neytendum þessa þjónustu. Umræða um vandaða framsetningu og upprunamerkingu lambakjöts er þó alltaf í gangi, en enn sem komið er virðist www.austurlamb.is hafa verið á undan samtímanum hvað þetta snertir.

 

Austurlamb er ekki dáið, heldur sefur það

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Þegar þetta er ritað hefur Austurlamb ekki starfað frá hausti 2013 og er þetta því fjórða haustið sem ekkert formlegt starf hefur verið á þessari vefsíðu.

Nokkrir af Austurlambsbændum hafa þó sinnt pöntunum viðskiptavina sinna eftir því sem þeir hafa getað. En sú uppskrift að lambakjöti sem www.austurlamb.is bauð upp á, þ.e. vissir fituflokkar, kælitími þrír sólarhringar fyrir frystingu og snyrting eftir forskrift hefur aðeins verið í boði í undantekningartilfellum. Ennþá geta gestir síðunnar séð hverjir voru framleiðendur Austurlambs haustið 2014, en þess ber að geta að ábúendaskipti hafa orðið í Klausturseli, þar hefur Marteinn Óli Aðalsteinsson tekið við af foreldrum sínum og í haust er síðasti möguleiki að kaupa kjöt frá Unaósi þar sem Þorsteinn Bergsson lætur nú af búskap og ekki séð hvort Unaós verði byggður á ný þar sem stjórnvöld sýna það ekki í verki að þeim sé umhugað um að byggð haldist í sveitum landsins.

Á Krossi í Fellum, Blöndubakka í Hróarstungu, Brekkubæ í Borgarfirði eystra og á Útstekk við Reyðarfjörð er ástand óbreytt, einnig á Hákonarstöðum á Jökuldal og Dölum í Fáskrúðsfirði.

Lesendur þessa pistils geta fundið símanúmer þessara bænda hér á síðunni. Ekki er að treysta netföngum, þau geta hafa breyst þar sem nokkuð er um liðið frá haustinu 2013.

Sá sem þetta ritar hefur ennþá hug á því að endurvekja starf Austurlambs enda sést ekki að aðrir hafi reynt að feta í fótspor þess. Til dæmis er ekki vitað að aðrir framleiðendur hafi birt skýringamynd þá um EUROP flokkakerfið sem samin var af Austurlambi og enn má finna undir þessum hlekk http://austurlamb.is/index.php/austurlamb/gaeeaflokkun Þá er ekki að sjá að þeir fáu sauðfjárbændur sem bjóða lambakjöt á sölusíðunni www.beintfrabyli.is bjóði sérstaka vöruflokka, heldur gerir kaupandinn kröfur, sem ekki er gott að sjá hvort framleiðandinn getur uppfyllt. Þá er ekki fyrirframskráð verð þar að finna og þeir bændur sem til þekkja kvarta um að þar hafi orðið til einhvers konar prúttmarkaður. Austurlamb bauð þannig upp á ýmislegt sem ekki hefur verið í boði annars staðar og ekki séð standi neytendum til boða í náinni framtíð.

Sérstaða sem enginn annar hefur náð.

Þegar söluleið Austurlambs var í undirbúningi urðu margir til að gera athugasemdir og einn ágætur og margreindur starfsmaður bænda sagði að lambakjöt væri „búlk-vara“ sem ekki þýddi að selja sem sérvöru. Ég geri ekki lítið úr þessu áliti en set þó spurningarmerki við hvort ekki sé hægt að markaðssetja hana jafnframt sem sérvöru og þá auðkennda framleiðanda. Reyndar er verið að gera ýmsar tilraunir í þessa átt og kemur heimasláturhúsið á Seglbúðum í Landbroti fyrst upp í hugann, sem framleiðir þó fyrst og fremst fyrir heimamarkað en býður upp á sérverkun sem bætir (eykur) kjötbragðið, sem kvartað hefur verið um að vanti hjá stóru framleiðendunum.

Því er ekki að leyna að löng leið virðist að því marki sem Austurlamb setti sér í upphafi, það er að bjóða neytendum lambakjöt

  1. a)  frá völdum framleiðendum með upprunaþekkingu.
  2. b) úr völdum gripum
  3. c) valda og vel snyrta hluta úr hverjum skrokk.
  4. d) af völdum fitu- og holdfyllingarflokkum.
  5. e) verkað í kæli í a.m.k. þrjá sólarhringa fyrir frystingu.

Í ljósi reynslunnar sést að framhald verkefnisins getur aðeins orðið með góðum liðstyrk einhvers af stóru afurðastöðvunum, þó þannig að boðið sé upp á lengri tíma kæligeymslu og aðstoð við vinnslu og sölu hinna völdu skrokkhluta.

Á starfstíma Austurlambs safnaðist upp gífurleg þekking og reynsla, sem þeir bændur sem tóku þátt í verkefninu búa enn að. Sjái einhver sláturleyfishafi sér hag í að nýta hana til að bæta nýrri söluleið í starfsemi sína er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu Austurlambs og jafnframt getur hann notið reynslu af fyrri starfsemi Austurlambs auk þess sem heimasíðan er ennþá virk og hægt að nota til kynningar og til beinnar sölu.

Sigurjón Bjarnason

 

Seglbúðir - í anda Austurlambs

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Í nýjasta tölublað fréttabréfs MATV'ÍS er sagt frá heimsókn matreiðslumeistara í sláturhúsið á Seglbúðum í Landbroti. Margt er þar athyglsvert og mjög í þá átt sem Austurlambsbændur hafa haldið fram. Til dæmis nota Seglbúðamenn ekki rafmagn við aflífun og telja að kjötið verði betra. Einingin er smá, sem eykur gæðaöryggi. Starfsemin er í nánu samstarfi við bændur og veitingamenn í heimabyggð.

Sjá nánar á bls. 9 í fréttabréfinu. http://vefbirting.oddi.is/matvis/matvis_2.tbl_2015/index.html#8 

Austurlamb

 

Frá Austurlambsbændum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Þeir bændur sem seldu Austurlamb haustið 2013 senda viðskiptavinum sínum bestu kveðjur með þökk fyrir viðskipti liðinna ára. Þeir bjóðast til að veita þeim áfram þjónustu sína, þó að pantanakerfi heimasíðunnar sé ekki í notkun. Netföng og símanúmer þeirra eru hér á síðunni og ekki annað að gera en að hafa samband.

Netföng og símanúmer bændanna eru:

Blöndubakki: S. 895 8929. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Brekkubær: S. 893 4962. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Unaós: S. 471 3024. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Klaustursel: S. 895 1085. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Útstekkur: S. 476 1486. Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Kveðja

Austurlamb

 
Síða 1 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti